Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Skakkar pönnukökupönnur innkallaðar

01.02.2019 - 10:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Svanhóll ehf. hefur innkallað um 100 stykki af gölluðum pönnukökupönnum og tilkynnt Neytendastofu um innköllunina. Pönnurnar reyndust gallaðar vegna þess að halli handfangsins er ekki réttur.

Frá þessu er greint á vef Neytendastofu.

Þeir sem hafa keypt pönnurnar með skakka skaftinu voru beðnir um að koma í heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar og fá lagfæringu á gallanum. Það voru hins vegar mistök því hjá Ásbirni Ólafssyni kom pönnugallinn starfsfólki í opna skjöldu. Neytendsastofa er að kanna hvers vegna vísað var á Ásbjörn Ólafsson.

Viðskiptavinirnir munu fá nýjar merkingar og leiðbeiningar um hvernig eigi að meðhöndla pönnuna sé þeim skilað til framleiðanda.

Uppfært kl. 11:01 með upplýsingum um að vísað hafi verið á Ásbjörn Ólafsson fyrir mistök.