Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skaftárhlaupið séð úr lofti

05.08.2018 - 12:22
Mynd: Stöð 2 / Stöð 2
Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu í gær yfir Skaftárkatla í Vatnajökli með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni var gott yfir jöklinum, að því er segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Aðstæður voru fyrst kannaðar við eystri Skaftárketilinn. Sprungur voru kringum allan ketilinn og miðja hans hafði sigið um meira en 70 metra. Næst var flogið að vestari katlinum sem bar greinileg merki nýlegs sigs.

Eftir að aðstæður höfðu verið kannaðar á Vatnajökli var flogið niður eftir farvegi Skaftár og útbreiðsla hlaupsins könnuð og mynduð. Brýrnar við bæinn Skaftárdal voru umflotnar vatni en stóðu enn. Meðfylgjandi myndskeið úr þyrlunni sýnir vel  umfang hlaupsins og aðstæður á jöklinum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV