Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skafrenningur í öllum landshlutum

14.01.2020 - 06:20
Innlent · Ófærð · Óveður · veður
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands eru enn í gildi. Appelsínugul viðvörun fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra gildir til miðnættis. Appelsínugul viðvörun fyrir Suðausturland og miðhálendið gildir til hádegis í dag. Gul viðvörun er í gildi í öðrum landshlutum.

Víða um land er stormur eða rok og hríð eða stórhríð á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag.

Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu og verður gul viðvörun í gildi til miðnættis. Færð gæti orðið slæm.

Veðurstofan spáir norðaustan 20-25 metrum á sekúndu, en hægari norðaustan til á landinu í dag. Skafrenningur í öllum landshlutum og víða snjókoma eða él en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Heldur hægari eftir hádegi. Þurrt um landið suðvestanvert, slydda eða rigning á Austfjörðum, en slydda eða snjókoma norðan til. Hiti um og yfir frostmarki.

Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is

Það dregur úr vindi á morgun, fyrst austan til. Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu á Austurlandi annað kvöld, en annars hæg breytileg átt. Dálítil él um norðanvert landið og hiti í kringum frostmark. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir