Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sjúk ást: Stjórnun, eignarhald og afbrýðisemi

07.02.2018 - 19:06
Mynd með færslu
 Mynd: pixabat - pixabay
Ungt fólk lærir lítið um hvað felst í heilbrigðum ástar- eða vinasamböndum. Það fær ekki fræðslu um meðvirkni og stjórnlausa afbrýðisemi, um hvar mörk hins eðlilega og hins óeðlilega liggja. Þetta kom fram á kynningarfundi um nýtt átak Stígamóta sem hrint var af stað í dag og ber yfirskriftina Sjúk ást. Um 70% þeirra sem leita til Stígamóta hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir átján ára aldur og margir hafa verið í óheilbrigðum samböndum. Samtökin telja brýnt að bregðast við þessu.

Markmiðið er að sannfæra menntamálaráðherra um að efla og útvíkka kynfræðslu á öllum skólastigum þannig að hún taki ekki bara til líffræðilegra þátta heldur líka til félagslegra.  Hér má hlýða á viðtal við þær Steinunni Ólínu Hafliðadóttur, sem stýrir verkefninu, og Aðalheiði Steindórsdóttur, sem sjálf varð fyrir ofbeldi í sambandi þegar hún var unglingur. Þær tala um kynfræðsluna sem þær fengu á sínum tíma, algengi ofbeldissambanda meðal unglinga á Íslandi og hvers vegna þær telja aukna fræðslu skipta máli. 

Mynd: rúv / rúv
Steinunn og Aðalheiður.

Stígamót opnuðu í dag vefsíðu, þar sem finna má fræðsluefni um heilbrigð sambönd og óheilbrigð. Meðal annars þetta myndband:

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV