Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sjómannasambandið andvígt auknum strandveiðum

24.04.2017 - 05:27
Mynd með færslu
Nokkrar deilur voru um kvótasetningu makrílveiða á handfæra- og línubátum þegar hún var kynnt til sögunnar í fyrra. Í ár eru 6.160 tonn frátekin fyrir þessa báta. Mynd: LS
Sjómannasambandi Íslands er mótfallið því að strandveiðar verði auknar frá því sem nú er. Fréttablaðið greinir frá þessu. Gunnar Guðmundsson, Pírati, hefur lagt fram tillögu um að strandveiðitímabilið verði átta mánuðir í stað fjögurra nú, og að aflaheimildir verið jafnframt auknar. Markmiðið er að styrkja smærri byggðir við sjávarsíðuna. Í umsögn Sjómannasambandsins um frumvarpið er lagst gegn þessum áformum.

Fréttablaðið hefur eftir Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, að með því að auka aflahlutdeild strandveiðimanna sé verið að taka hlutdeild af félögum í Sjómannasambandinu, sem hafi sjómennsku að aðalatvinnu. Því leggist sambandið gegn tillögunni nú, eins og jafnan gegn tillögum af sama toga. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV