Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sjófugl á sjötugsaldri verpir

10.12.2016 - 07:48
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Það eru fleiri sem eignast afkvæmi á gamals aldri en frægir tónlistarmenn. Elsti þekkti sæfugl heims, albatrosi að nafni Wisdom, liggur nú á eggi á verndarsvæði í Kyrrahafi.

Að sögn breska dagblaðsins Guardian er Wisdom talin 66 ára gömul og hefur hún haldið á sama verndarsvæði síðustu sex áratugi til þess að verpa. Fyrsta fangamerkið var sett á Wisdom árið 1956 og hefur hún átt nokkra unga síðan. Hún er talinn elsti varpfugl dýraríkisins.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV