Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sjö sækja um starf fangelsisstjóra

13.01.2016 - 17:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sjö sækjast eftir starfi forstöðumanns fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni sem auglýst var eftir að Margrét Frímannsdóttir sagði upp starfi sínu þar í nóvember. Margrét stjórnaði fangelsinu á Litla-Hrauni frá því í janúar árið 2008 til síðustu áramóta og fangelsinu á Sogni frá því það tók til starfa 2012.

Þeir sem sækja um eru Ari Björn Thorarensen, Arnar Þór Arnarsson, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Bergdís Hólm Davíðsdóttir, Halldór Valur Pálsson, Haukur Örn Jónsson og Sigurjón Halldór Birgisson. Tryggvi Ágústsson fangavörður stýrir Litla-Hrauni og Sogni þar til nýr fangelsisstjóri tekur við um næstu mánaðamót.

Sunnlenska.is greindi frá. 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV