
Sjö milljón farþegar á árinu
Þar segir jafnframt að parið væri á leið í ferðalag um Ísland í fjóra daga og að þau ætluðu sér að fara Gullna hringinn og í Bláa Lónið auk þess sem þau vonuðust til þess að sjá norðurljósin.
Hver farþegi talinn tvisvar
Talning farþega um Keflavikurflugvöll skiptist í komufarþega, brottfararfarþega og skiptifarþega og skiptist fjöldinn um það bil jafnt í þrennt. Þannig voru rúmlega 2,2 milljónir brottfararfarþegar, rúmlega 2,3 milljónir komufarþegar og skiptifarþegar 2,4 milljónir en þeir farþegar millilenda á flugvellinum og fara ekkert inn í landið.
„Það má segja að þetta séu farþegahreyfingar, farþegar eru taldir á leiðinni út og inn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Skiptifarþegar séu taldir þegar þeir koma inn á flugvöllinn og út þannig að hver þeirra er talinn tvisvar. Þannig megi í rauninni deila í heildarfjölda farþega um flugvöllinn með tveimur til að fá raunverulegan fjölda farþega.
Isavia telur að farþegafjöldinn fari yfir átta milljónir í desember. Samkvæmt farþegaspá Isavia verður fjöldi farþega í ár 28 prósentum meiri en í fyrra.