154 Akureyringar á listum flokkanna
Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna rann út á hádegi í gær, laugardaginn 5. maí. Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að gögn hafi verið yfirfarin í gær og öll sjö framboð uppfylltu kröfur. Skila þurfti inn framboðslista með 22 sætum, sem gera 154 manns. Þá þurfti undirskriftir 80 til 160 meðmælenda, en samkvæmt Helgu skiluðu flestir um 120 til 140 meðmælendum.
Miðflokkur og Píratar í framboði í fyrsta sinn
Sjálfstæðisflokkurinn var sá eini sem skilaði inn gögnum á föstudag en hinir sex skiluðu fyrir klukkan 11 í gær.
Miðflokkurinn og Píratar eru að bjóða fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum á Akureyri. Hlynur Jóhannsson, íþróttakennari og stöðvarstjóri Hertz bílaleigu, leiðir lista Miðflokksins.
Eftirtaldir flokkar bjóða fram í sveitarfélaginu í kosningunum 26. maí næstkomandi. Birt eru þrjú efstu sætin.
Framsóknarflokkurinn (B)
1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson
2. Ingibjörg Isaksen
3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
L-listinn (L)
1. Halla Björk Reynisdóttir
2. Andri Teitsson
3. Hildur Betty Kristjánsdóttir
Miðflokkurinn (M)
1. Hlynur Jóhannsson
2. Rósa Njálsdóttir
3. Karl Liljendal Hólmgeirsson
Píratar (P)
1. Halldór Arason
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
3. Hans Jónsson
Samfylkingin (S)
1. Hilda Jana Gísladóttir
2. Dagbjört Elín Pálsdóttir
3. Heimir Haraldsson
Sjálfstæðisflokkurinn (D)
1. Gunnar Gíslason
2. Eva Hrund Einarsdóttir
3. Þórhallur Jónsson
Vinstrihreyfingin grænt framboð (V)
1. Sóley Björk Stefánsdóttir
2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
3. Edward H. Huijbens
Oddvitaumræður á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna sjö á Akureyri verða í beinni útsendingu á Rás 2 miðvikudaginn 9. maí klukkan 18.