Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjö dæmdir til dauða í Bangladess

27.11.2019 - 08:19
Erlent · Asía · Bangladess
Police escort a member of a banned militant group after he was sentenced to death for an attack on a Dhaka cafe that killed more than 20 people in Dhaka, Bangladesh, Wednesday, Nov. 27, 2019. Judge Mojibur Rahman found seven men from the Jumatul Mujahedeen Bangladesh group guilty of various charges including planning the attack, making bombs and murder. An eighth defendant was acquitted. Five militants took hostages and opened fire on a Dhaka cafe on July 1, 2016. Twenty hostages were killed, including 17 from Japan, Italy and India. (AP Photo/Mahmud Hossain Opu)
Einn sakborninganna í fylgd lögreglu eftir dómsuppkvaðningu í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Sjö herskáir íslamistar voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að drepa 22 á veitingahúsi í höfuðborginni Dhaka fyrir þremur árum, þar af 18 útlendinga. Einn var sýknaður.

Fimm vopnaðir menn réðust inn í veitingahúsið 1. júlí 2016  héldu gestum í gíslingu og tóku þá af lífi einn af öðrum. Ódæðismennirnir féllu þegar öryggissveitir létu til skarar skríða til að frelsa gíslana.

Mennirnir sjö sem dæmdir voru í morgun eru sakaðir um að hafa skipulagt árásina.

Fram kom við dómsuppkvaðningu í morgun að markmið þeirra hefði verið að skapa glundroða í Bangladess í þeim tilgangi að leggja grunn að stofnun ríkis herskárra íslamista.