Sjö börn létust þegar skólastofa hrundi í Nairobi, höfuðborg Kenýa, í morgun. Þá eru tugir nemenda fastir í rústunum. Fjölmennt björgunarlið er á vettvangi en öngþveiti á slysstað hefur torveldað björgunarstörf.
Moses Ndirangu, skólastjóri skólans Precious Talent Top School, segir að skólastofan hafi fallið saman einungis nokkrum mínútum áður en kennsla átti að hefjast. Hann segir líklegt að viðgerðir á skólplögnum hafi valdið slysinu.