Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjö börn létust þegar skólastofa hrundi

23.09.2019 - 07:59
epa07077328 A Cameroonian woman casts her ballot in the presidential elections at a polling station in the capital Yaounde, Cameroon, 07 October 2018. The incumbent President Paul Biya is Africa's oldest president who has been in power for 36 years.
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sjö börn létust þegar skólastofa hrundi í Nairobi, höfuðborg Kenýa, í morgun. Þá eru tugir nemenda fastir í rústunum. Fjölmennt björgunarlið er á vettvangi en öngþveiti á slysstað hefur torveldað björgunarstörf.

Moses Ndirangu, skólastjóri skólans Precious Talent Top School, segir að skólastofan hafi fallið saman einungis nokkrum mínútum áður en kennsla átti að hefjast. Hann segir líklegt að viðgerðir á skólplögnum hafi valdið slysinu.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV