Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sjávarútvegsráðherra velur aðstoðarmann

10.06.2013 - 16:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún hóf störf í ráðuneytinu fyrir helgi.

 

Helga Sigurrós hefur starfað á Fiskistofu, með leyfum, frá árinu 2004 síðast sem sviðsstjóri upplýsingasviðs. Hún sat í verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland sem starfrækt var á vegum þeirra ráðuneyta sem síðar sameinuðust í atvinnuvegaráðuneytið núverandi. Hún hefur tekið þátt í ýmsu samstarfi á alþjóðavettvangi, til dæmis innan Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar og vinnu fyrir samningahóp Íslands í sjávarútvegsmálum tengdri umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Helga Sigurrós er með bakkalárgráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business.