Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sjálfstæðissinnar mótmæla BBC

14.09.2014 - 19:04
epa04400439   Scotland's First Minister Alex Salmond (C) with Scottish singer Amy McDonald (R) and other Scottish bands Franz Ferdinand, Frightened Rabbit, Mogwai and others ahead of a special 'vote Yes' concert, 'A Night for Scotland&
 Mynd:
Um 2.000 skoskir sjálfsstæðissinnar komu saman í miðborg Glasgow í dag og mótmæltu fréttaflutningi breska útvarpsins BBC í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Skotlands. Fólkið sakaði BBC um hlutdrægni.

Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sakaði í vikunni BBC um hlutdrægni og Nick Robinson, ritstjóra stjórnmálafrétta hjá breska útvarpinu, um framíköll á fundi með fréttamönnum. BBC vísar ásökunum Salmonds á bug og segir spurningar Robinsons hafa verið réttmætar.