Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sjálfstæðismenn með 66% á Seltjarnarnesi

Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 66 prósent fylgi á Seltjarnesi og fengi sex bæjarfulltrúa af sjö samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 58,2 prósent atkvæða og fimm bæjarfulltrúa. Samfylkingin mælist með 20,7 prósent fylgi sem er rúmu prósenti betra en í síðustu kosningum þegar hún fékk 19,6 prósent atkvæða. Fengi Samfylkingin því einn mann í bæjarstjórn líkt og í síðustu kosningum. Fylgi Neslistans mælist talsvert lægra en kjörfylgi listans fyrir fjórum árum. Þá hlaut Neslistinn 15,7 prósent atkvæða og náði inn manni. Hann mælist nú með 9,4 prósent sem þýðir að Neslistinn missir sinn bæjarfulltrúa sé miðað við niðurstöður könnunarinnar. Framsókn og óháðir mælast með 3,3 prósent fylgi en fengu 6,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum og eru langt frá því að ná inn manni í bæjarstjórn.