Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

20.06.2012 - 15:23
Mynd með færslu
 Mynd:
43 prósent borgarbúa segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, nýtur einnig langmests trausts af oddvitum flokkanna, eða 51,7 prósenta svarenda. 

Besti flokkurinn er með 23 prósenta fylgi, Samfylking með 19, Vinstri græn með átta prósent og Framsókn með þrjú prósent.

Næstur á eftir Hönnu Birnu er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, með 23,6 prósent, þá borgarstjórinn Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, með 19,5 prósent og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, rekur lestina með rúm fimm prósent. 

Könnunin var gerð á netinu 24. maí til 14. júní. Af 1.500 manna úrtaki svöruðu 965 könnuninni. Svarhlutfall var rúm 64 prósent.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi