Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur

Mynd með færslu
 Mynd:
Rétt tæplega 28% kjósenda ætla að velja Sjálfstæðisflokkinn miðað við nýja skoðanakönnun Capacent Gallup. Flokkurinn fengi rúmlega þremur prósentustigum meira fylgi en Framsóknarflokkurinn.

27,9% segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 24,7% Framsóknarflokkinn, 14,6% Samfylkinguna, 10% Vinstri græn, 6,6% Bjarta framtíð, 6,1% Pírata, 2,8% Lýðræðisvaktina, 2,6% Hægri græna, jafn margir Dögun, 1,3% Flokk heimilanna. Önnur framboð mælast með innan við 1% fylgi.  

Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Suðvestur kjördæmi með 33% fylgi miðað við könnun Capacents. Þá er fylgi flokksins næstmest í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn hefur hlutfallslega flesta stuðningsmenn í Suðurkjördæmi 35% kjósenda þar ætla að kjósa flokkinn. Þá ætla 34% kjósenda í bæði norðvestur- og norðausturkjördæmi að kjósa Framsóknarflokkinn.

Samfylkingin er sterkust á suðvesturhorninu með 16-17% fylgi í þeim þremur kjördæmum. Vinstri græn eru sterkust í Reykjavíkurkjördæmi norður með 17% fylgi. Björt framtíð hefur flesta fylgismenn í Reykjavík og Píratar í  Suðurkjördæmi og Reykjavík norður. 

Könnunin var gerð dagana 18. til 25. apríl. Svarhlutfall var 60%.