Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.

Vinstri græn koma næst með tæplega 18 prósenta fylgi, þá Samfylkingin með tæplega 14 prósent og svo Píratar með rúmlega 12 af hundraði. Framsoknarflokkurinn og Björt Framtíð hljóta aðeins tæplega þriggja prósenta fylgi en ríflega sjö prósent þeirra sem svara könnuninni segjast ætla að kjósa Flokk fólksins. Viðreisn hlýtur tæplega sex prósenta fylgi en aðrir flokkar innan við fjögur prósent.

Innan við helmingur þeirra tæplega 800 sem náðist í við gerð könnunarinnar tók afstöðu til hennar, eða 46 prósent. Aðrir sögðust ekki ætla að kjósa, skila auðu, ekki vera búin að gera upp hug sinn eða vildu ekki svara spurningunni. Spurt var hvaða lista þátttakandi myndi kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag. Ef ekki fékkst svar við því var spurt hvaða flokk það væri líklegast til að kjósa, og loks ef ekki fékkst svar við því var spurt hvort líklegra yrði að þátttakandi myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV