Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkur stærstur

Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur allra flokka þegar búið er að telja 33.977 atkvæði, 14,3 prósent atkvæða. Flokkurinn fær samkvæmt því nítján þingsæti. Framsóknarflokkurinn er með 22,6 prósent og sautján þingmanna. Samanlagt hafa þeir því 36 af 63 þingsætum.

Stjórnarflokkarnir tapa miklu fylgi frá kosningum. Einkum Samfylkingin sem var stærsti flokkur landsins með tæp 30 prósent atkvæða en fær nú 13,1 prósent. Flokkurinn fékk síðast 20 þingsæti en núna níu og tapar því rúmlega helmingi sæta sinna. Vinstri-græn fá 12,2 prósent atkvæða og níu þingmenn. Björt framtíð er með 7,9 prósent og fimm þingsæti í sínum fyrstu þingkosningum og Píratar með 5,7 prósent atkvæða og fjögur þingsæti.

Aðrir flokkar koma ekki að mönnum á þing samkvæmt nýjustu tölum. Næst því komast Dögun með 3,7 prósent og Flokkur heimilanna með 3,6%. Lýðræðisvaktin er með 2,7%, Hægri-grænir með 1,5% og aðrir með innan við eitt prósent.