Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn jafnstór

19.09.2017 - 03:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/samsett mynd
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu fá 15 þingmenn hvor um sig ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Hvor flokkur fær um 23 prósenta fylgi í könnuninni.

Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæp 14 prósent, þá Flokkur fólksins með 11 prósent og Framsóknarflokkurinn með 10 prósenta fylgi. Björt framtíð hlýtur sjö prósenta fylgi í könnuninni og Viðreisn og Samfylkingin rúm fimm prósent hvor um sig. Átta flokkar ættu því mann inni á þingi samkvæmt könnuninni.

Hringt var í 1.311 manns samkæmt lagskiptu úrtaki þar til náðist í 800 manns. 64,4 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til könnunarinnar, eða 515 manns.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV