Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sjálfsmyndin í svínakjötinu

Mynd:  / 

Sjálfsmyndin í svínakjötinu

14.03.2019 - 19:59

Höfundar

Leikritið Súper eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Verkið gerist í samnefndri matvöruverslun þar sem kjöt snýst um fólk og fólk um kjöt.

Súper segir frá hópi fólks sem hittist í matvöruverslun og í ljós kemur að allt hefur það einhvern harm að bera. Jón segir að þetta sé leikrit um sjálfsmynd.

„Fyrir mér er þetta þrískipt leikrit, ysta lagið er kómedía, fyrir innan hana er gagnrýni eða ádeila á ýmislegt, þjóðernishyggju, kynhlutverk, status, og gildi. Svo fyrir innan það, í kjarna verksins, þar er harmur, raunverulegur sársauki.“ 

Mynd með færslu
 Mynd:

 Jóni er meðal annars hugleikið hvaða hlutverki matur gegnir í sjálfsmynd þjóðarinnar. 

„Já, það er svo merkilegt að gjarnan þegar er verið að ræða hvað gerir okkur að Íslendingum þá fer það fyrr eða síðar út í mataræði. Við höfum ákveðnar hugmyndir um mataræði, hvað sé íslenskt. Þú heyrir ákveðna stjórnmálamenn, þegar þeir tala um íslensk gildi þá verður það gjarnan byggt á því sem við étum, við getum étið það í okkur að vera Íslendingar. 

Ég hef oft orðið vitni að því þegar Íslendingar eru með hópi af útlendingum og þá er spurt: „Íslendingar, þið hljótið að borða mikinn fisk? Og fólk segir, já það gerum við. En það er ekki rétt, við borðum ekki mikinn fisk. Íslendingar borða aðallega svínakjöt og kjúkling. Líka þeir sem eru á íslenska kúrnum, ég held að þeir séu aðallega að borða spagettí.“ 

Fjallað var um Súper í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Leiklist

Gott grín getur verið tragískt

Kvikmyndir

Bíóást: Mynd sem breytti viðhorfi og upplýsti

Myndlist

Upphlaup yfir eftirmynd

Stjórnmál

Borgaði prentun á Banksy-verki og uppsetningu