Súper segir frá hópi fólks sem hittist í matvöruverslun og í ljós kemur að allt hefur það einhvern harm að bera. Jón segir að þetta sé leikrit um sjálfsmynd.
„Fyrir mér er þetta þrískipt leikrit, ysta lagið er kómedía, fyrir innan hana er gagnrýni eða ádeila á ýmislegt, þjóðernishyggju, kynhlutverk, status, og gildi. Svo fyrir innan það, í kjarna verksins, þar er harmur, raunverulegur sársauki.“