Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sjálfbærni á Kvíabryggju

07.02.2014 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm til sex fangar sjá um að sinna sauðfé á Kvíabryggju. Framleiðslan er síðan nýtt til matar fyrir fangelsið. 130 kindur eru á fóðrum og öll hús full. Kjötið nýtist í tvær til þrjár máltíð í hverri viku og lækkar matarkostnað sem því nemur.

Sauðfjárræktin í fangelsinu hófst fyrir tilstuðlan Birgis Guðmundssonar, forstöðumanns á Kvíabryggju og annars starfsfólk árið 2010. Bigir segir að gera hafi þurfti upp niðurnýdd útihús á staðnum en þau hafi verið til staðar ásamt góðum túnum sem aðeins hafi þurft að hressa upp á.

Síðasta ár er fyrsta árið sem skilar umtalsverðu af kjöti og er því ekki að fullu ljóst hversu mikið kjötframleiðslan sparar fangelsinu. „Síðasta haust fóru um hundrað lömb til slátrunar og það er verið að vinna á því kjötfjalli. Það kemur í ljós eftir árið hvað mikið sparast, hugsanlega einhverjar milljónir," segir Birgir. Til viðbótar er endur og fjörtíu hænur sem nýtast líka til matar. Um 25 öndum er slátrað á haustin og koma sér vel yfir jólahátíðina.

Sauðfjárræktin gerir meira en að lækka matarreikninginn því fimm til sex fangar hafi atvinnu af því að sinna fénu. Þar fyrir utan koma fleiri að störfunum á annatímum á haustin og þegar sauðburður stendur yfir. Birgir segir ekki auðvelt að fá vinnu fyrir fangana og þetta hjálpi til við það.