Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sitjandi forseti komst í seinni umferð

22.12.2019 - 23:04
epa08087431 Croatian presidential candidate of Social Democratic Party (SDP) Zoran Milanovic (L) with his wife Sanja Pusic (R) speaks to supporters during an election night rally in Zagreb, Croatia, 22 December 2019. Croatian citizens went to the polls on 22 December to vote for a new president. A second round of voting has been set for 05 January if no candidate wins a majority.  EPA-EFE/DANIEL KASAP
Zoran Milanovic, frambjóðandi Sósíaldemókrata, fagnar með Sanja Pusic, eiginkonu sinni. Mynd: EPA-EFE - EPA
Allt lítur út fyrir að sitjandi forseti Króatíu og fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu verði á kjörseðli síðari umferðar forsetakosninganna þar í landi. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði var fyrrverandi forsætisráðherrann, hinn frjálslyndi Zoran Milanovic, efstur frambjóðenda með 29,5 prósent atkvæða. Forsetinn Kolinda Grabar-Kitarovic er næst með 26,7 prósent.

Útgönguspár sýndu hana með örlítið forskot á frambjóðandann í þriðja sæti, hægri sinnaða þjóðlagasöngvarann Miroslav Skoro, sem býður sig fram óháð flokkum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV