Viðskiptaráð Íslands stendur nú í annað sinn fyrir svokallaðri verkkeppni þar sem lið skipuð 4-6 einstaklingum keppa sín á milli um að móta hugmyndir framtíðarinnar. Ísak Rúnarsson segir keppnina geta verið einstakt tækifæri til að koma sínum hugsunum á framfæri, byggja upp tengslanet og hafa áhrif á opinbera stefnumótun.
Viðfangsefni keppninnar er menntakerfið og menntakerfi framtíðarinnar og lykilspurningin er hvernig lærir fólk framtíðarinnar? Verkefni liðanna er að koma auga á vandamál eða áskorun sem þeim finnst brýn eða merkileg og setja fram lausn á því vandamáli.
Ísak segir möguleikana vera óteljandi enda erfitt að segja til um hvernig við munum læra í framtíðinni. Verðum við enn þá í skólastofum eða mun kennsla jafnvel fara fram í sýndarveruleika?
Umsóknarfrestur fyrir keppnina er til 8.október en allar nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Viðskiptaráðs.
Hlustaðu á viðtalið við Ísak í spilaranum hér fyrir ofan.