Á tónleikunum koma fram heimskunnir listamenn tengdir Bedroom Community-útgáfunni sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Útgáfan hefur aðsetur í Breiðholti og starfar undir forystu Valgeirs Sigurðssonar. Í hléi tónleikanna verður rætt við Valgeir um starfsemina.
Á tónleikunum verða m.a. leikin hljómsveitarverk eftir nokkur af áhugaverðustu tónskáldum yngri kynslóðarinnar í dag, sem öll hafa náð heimsathygli. Þar má nefna Nico Muhly, Emily Hall og Daníel Bjarnason. Þá koma fram söngvararnir Emily Hall, Puzzle Muteson, Jodie Landau og Sam Amidon sem flytja eigin tónlist inn á milli hljómsveitarverkanna.
Stjórnandi er hinn þýski André de Ridder og einleikari er víóluleikarinn Nadia Sirota.
Kynnir í útsendingu á Rás 1 er Guðni Tómasson.