Silence

Mynd: Silja Rós / Silja Rós

Silence

16.10.2017 - 09:37

Höfundar

Silja Rós er 24 ára söngkona, lagahöfundur og leiklistarnemi. Hún hefur í gegnum tíðina starfað mikið með söngkonunni Unni Söru Eldjárn og tók sín fyrstu skref með henni. Silja Rós stundaði tónlistarnám í Söngskóla Reykjavíkur og FÍH. Nú stundar hún leiklistarnám í American Academy of Dramatic Arts.

 

Þann 12.júlí gaf Silja Rós út sína fyrstu plötu Silence. Tónlist Silju Rósar er hugljúfur bræðingur indie pop, folk of rokk tónlistar undir áhrifum frá jazz. Platan inniheldur ellefu frumsamin lög sem voru samin á síðustu átta árum. Arnór Sigurðarson, Magnús Orri Dagsson og Baldur Kristjánsson aðstoðuðu við útsetningar. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn hljóðblöndun og fóru upptökur fram á Íslandi. 

Fyrr á árinu gaf Silja Rós út tónlistarmyndbönd við lögin "Did you know" og "Easy" sem voru bæði í spilun á Rás2. Did you know sem er fyrsta útgefna lag Silju Rósar rataði á lista í Færeyska útvarpsþættinum Norðurljóð. 

Hljómsveit plötunnar skipa: Arnór Sigurðarsson, Magnús Orri Dagsson, Baldur Kristjánsson, Grétar Örn Axelsson, Jakob Gunnarsson, Unnur Sara Eldjárn, Rebekka Sif Stefánssdóttir, Helgi Reyr Guðmundsson og Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir. 

 

Mynd: Anna Karen Skúladóttir / Anna Karen Skúladóttir
Arnar Eggert og Andrea Jónsdóttir spjölluðu saman um plötuna í Popplandi á Rás 2.

Tengdar fréttir

Tónlist

Þagnarsveipurinn sunginn í burtu