Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Síldarvinnslan kaupir Gullberg

01.10.2014 - 10:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Síldarvinnslan hf. hefur keypt útgerðarfyrirtækið Gullberg ehf. á Seyðisfirði, skuttogarann Gullver NS 12 og eignir fiskvinnslunnar Brimbergs, húsnæði og búnað.

Að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, er það stefna fyrirtækisins að gert verði áfram út frá Seyðisfirði og rekin þar fiskvinnsla. Síldarvinnslan sé með umfangsmikla starfsemi fyrir á Seyðisfirði og hafi undanfarið styrkt stöðu sína varðandi fiskveiðiheimildir í bolfiski. Hann segir að með kaupunum sé stutt við starfsemi Síldarvinnslunnar á Austurlandi með því að halda útgerð og vinnslu á sömu hendi.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.