Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sigurverkið í Shakespeare á 5. mínútum!

Mynd: ruv.is / ruv.is

Sigurverkið í Shakespeare á 5. mínútum!

20.04.2016 - 17:45

Höfundar

Í örhljóðverkakeppni Rásar 1, Shakespeare á 5 míníútum, bárust 13 verk af ýmsum gerðum: leikið efni, skáldskapur, heimildaverk, örfléttur, hljoðlistaverk og allt þar á milli.

Í fyrsta sæti keppninnar varð verkið Svívit en höfundur kom fram undir dulnefninu Antóníus. Í greinargerð  höfundar með verkinu segir m.a.:

Leikþátturinn Svívirt er byggður á söguljóði Shakespeares „The Rape of Lucrece“. Fyrir tveimur árum var ég staddur í Barselóna og á stærsta listasafninu sá ég gullfallega marmarastyttu af konu. Þegar ég sá hnífinn við fætur hennar sá ég að á bak við styttuna lægi saga. Verkið hét The Dying Lucretia. Í litlu vasabókina mína skrifaði ég: „Skrifa leikþátt um Lúkretíu.“ Það var síðan þegar ég var að grufla eftir hugmyndum fyrir þessa samkeppni sem ég mundi eftir Lúkretíu. Mér fannst spennandi að skrifa um eitthvað verka Shakespeare sem ég þekkti lítið, en ég hef lesið mörg verka Shakespeare og hafði ekki lesið þetta. Það kom mér á óvart og hversu aðgengilegt verkið var og mér fannst áhugavert að komast að því að nauðgarinn var yngsti sonur síðasta konungs Rómverja og nauðgunin olli því að rómverska konungdæmið var lagt niður og rómverska lýðveldið tók við. Þess vegna ákvað ég að blanda ofurlítilli pólitík við verkið.“  

Bak við höfundarnafnið Antóníus reyndist vera Árni Friðriksson. Hér fyrir ofan má heyra sigurverkið Svívirt en á undan því hljómar viðtal sem Arnaldur Máni Finnsson tók við Árna. 

Mynd með færslu
 Mynd: Ruv_Arnaldur Máni - Ruv-mynd
Árni Friðriksson, höfundur Svívirt, fékk hugmyndina í Barcelona.