Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sigurveig eina konan sem leiðir í lista í NA

Mynd með færslu
 Mynd: Flokkur fólksins
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Norðausturkjördæmi. Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, leiðir listann. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir er í öðru sæti og Gunnar Björgvin Arason verslunarmaður í því þriðja. Sigurveig er eina konan sem leiðir lista framboða í kjördæminu fyrir komandi kosningar.

Framboðslisti Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi:

 1. Sigurveig Bergsteinsdóttir, fv. formaður mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Akureyri.
 2. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, Árskógar 1, Egilsstaðir.
 3. Gunnar Björgvin Arason verslunarmaður, Akureyri.
 4. Hjördís Sverrisdóttir heilsunuddari, Laugum.
 5. María Óskarsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á Húsavík, Húsavík.
 6. Kristín Þórarinsdóttir, lektor og hjúkrunarfræðingur, Akureyri.
 7. Sigríður María Bragadóttir atvinnubílstjóri, Akureyri.
 8. Þorleifur Albert Reymarsson stýrimaður, Dalvík.
 9. Pétur S Sigurðsson sjómaður, Akureyri.
 10. Svava Jónsdóttir, snyrtifræðingur og sjúkraliði, Ólafsfjörður.
 11. Elín Anna Hermannsdóttir, Neskaupstaður.
 12. Diljá Helgadóttir líftæknifræðingur, Ólafsfjörður.
 13. Fannar Ingi Gunnarsson, aðstoðarmaður mötuneytis, Akureyri.
 14. Ólína Margrét Sigurjónsdóttir atvinnubílstjóri, Raufarhöfn.
 15. Örn Byström Jóhannsson múrarameistari, Laugum.
 16. Guðríður Steindórsdóttir, kennari, þýðandi og prófarkalesari, Akureyri.
 17. Guðrún Þórisdóttir fjöllistakona, Ólafsfirði.
 18. Brynjólfur Ingólfsson læknir, Akureyri.
 19. Ólöf Lóa Jónsdóttir, Akureyri.
 20. Ástvaldur Einar Steinsson, fv. sjómaður, Ólafsfirði.

 

 

 

 

Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV