Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sigurður leiðir Miðflokkinn í Hafnarfirði

Mynd með færslu
Frá vinstri: Elínbjörg Ingólfsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson, Gísli Sveinbergsson, Bjarney G Jóhannesdóttir, Jónas Henning, Arnhildur Ásdís Kolbeins Mynd: Miðflokkurinn
Almennur félagsfundur Miðflokksins í Hafnarfirði samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar um framboðslista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður leiðir listann, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti en fjárfestirinn Jónas Henning er í því þriðja.

Í fjórða sætinu er Gísli Sveinbergsson, málarameistari, Arnhildur Ásdís Kolbeins, viðskiptafræðingur vermir fimmta sæti listans og Elínbjörg Ingólfsdóttir, öryggisvörður, það sjötta. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV