Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sigurður Ingi verði nýr forsætisráðherra

05.04.2016 - 15:30
Mynd: RÚV / RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lagði það til á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í dag að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, tæki við sem forsætisráðherra. Sigmundur Davíð verði þó áfram formaður Framsóknarflokksins. Þetta upplýsti Sigurður Ingi við fjölmiðla eftir fund þingflokksins. Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kynnt þessi tillaga.

Sigmundur Davíð vildi ekkert ræða við fjölmiðla eftir fundinn - Karl Garðarsson sagði trúnað ríkja um fundinn og Sigrún Magnúsdóttir sagði að sér væri ekki kunnugt um að ríkisstjórnin væri sprungin.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV