Sigurður Ingi samstarfsráðherra Norðurlanda

01.12.2017 - 16:27
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda.

Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra. Saman fara samstarfsráðherrar hverrar þjóðar með stjórn norræna ríkisstjórnarsamstarfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi