Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir endurskoðaða samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 á morgunverðarfundi í Norræna húsinu. Kynningin hefst klukkan hálf níu. Að henni lokinni verða pallborðsumræður um samgöngumál.