Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sigurður Ingi kynnir uppfærða samgönguáætlun

17.10.2019 - 08:30
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir endurskoðaða samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 á morgunverðarfundi í Norræna húsinu. Kynningin hefst klukkan hálf níu. Að henni lokinni verða pallborðsumræður um samgöngumál.

Í pallborði verða þau Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt dagskrá á fundinum að ljúka klukkan 10.

Samgönguáætlunin var samþykkt á Alþingi síðasta vetur. Þar er meðal annars fjallað um uppbyggingu innviða á öllum sviðum samgangna; Vegakerfi, flugvöllum, höfnum og almenningssamgöngum. Ávinningur þessarar áætlunar á að vera aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða utan höfuðborgarsvæðisins.

Endurskoðun samgönguáætlunarinnar leiddi það af sér að fallið hefur verið frá gjaldtöku á stofnleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu.