Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sigurður Ingi: Ekkert nýtt kom fram

03.04.2016 - 19:40
Mynd: RÚV / RÚV
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútveg- og landbúnaðarráðherra, segir ekkert nýtt hafa komið fram um forsætisráðherrahjónin í þætti Kastljóss um aflandsfélög í eigu Íslendinga. Greinargerðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið skýrar og sér finnist þær trúverðugar. Rætt var við Sigurð Inga í sjónvarpsfréttum RÚV. Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um þá kjörnu fulltrúa sem tengst hafa aflandsfélögum.