Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sigur Rós – Þjóðvegur eitt

Sigur Rós – Þjóðvegur eitt

20.06.2016 - 20:30

Höfundar

Hljómsveitin Sigur Rós, í samstarfi við RÚV og Rás 2, tókst á við Þjóðveg eitt í 24 klukkustunda langri beinni útsendingu á RÚV 2 og RÚV.is. Á hringferðinni var tilbrigði af nýju lagi Sigur Rósar leikið. Útsending hófst kl. 21.00, þann 20. júní. Í spilaranum hér að ofan má horfa á upptöku frá henni.

Útsendingin er í anda hægvarps eða „Slow TV“ sem á uppruna sinn að rekja til NRK, norska ríkissjónvarpsins. NRK hefur sent beint út klukkustundum saman frá sömu athöfninni einsog ferjuferð, prjónaskap og nú síðast frá fuglabjargi. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem RÚV gerir hægvarp því í fyrra var sent beint út frá sauðburði við góðar undirtektir landsmanna.

Lagið sem hljómar undir útsendingunni nefnist „Óveður“.  Það var þó ekki spilað í upprunalegri útgáfu, heldur með aðstoð tónlistarforrits sem endurútsetti lagið í sífellu, sekúndu fyrir sekúndu.

Á ruv.is/routeone var hægt að fylgjast með á korti hvar útsendingarbíllinn var staddur á gefnum tíma. Rás 2 var með allan tímann og  upplýsti hlustendur um gang mála frá þjóðveginum auk þess sem RÚV.is var virkur þátttakandi — #sigurrosrouteone .

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hringferð í hægvarpi við undirleik Sigur Rósar

Bloggið

Hægvarpið virkar

Mannlíf

75 lömb komin - myndskeið af því helsta

Innlent

Tístarar tóku dauða hrútsins nærri sér