Sigur Rós á topp tíu í Bretlandi

Mynd með færslu
 Mynd:

Sigur Rós á topp tíu í Bretlandi

24.06.2013 - 09:54
Kveikur, ný plata Sigur Rósar, fór beint í níunda sætið á breska plötulistanum en hann var kynntur í gærkvöld. Þetta er þriðja plata Sigur Rósar sem kemst á topp tíu listann í Bretlandi. Kveikur hefur fengið prýðilega dóma í erlendum fjölmiðlum en sveitin er nú á tónleikaferðlagi um Evrópu.

Hinn nýbakaði faðir, Kanye West, er í efsta sæti á Bretlandseyjum með plötu sína Yeezus. Gömlu brýnin í Black Sabbath eru í öðru sæti með 13 og Time með Rod Stewart  í því fjórða.

Kveikur hefur fengið afbragðsgóða dóma í erlendum fjölmiðlum, NME gaf plötunni meðal annars átta af tíu, gagnrýnandi Guardian gaf henni fjórar stjörnur af fimm.