Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sigrid + Valdimar

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Sigrid + Valdimar

31.10.2018 - 12:05

Höfundar

Í Konsert í kvöld heyrum við Valdimar á Gauki á Stöng á Iceland Airwaves 2011 og hina norsku Sigrid á Hróarskeldu í sumar.

Sigrid var eitt af stóru nöfnunum á Airwaves í fyrra, spilaði í Listasafninu. En Airwaves er í næstu viku í 20. sinn.

Sigrid Solbakk Raabe er fædd 5. September 1996 og er þess vegna 22 ára gömul. Hún er orðin ansi stór númer víða um heim og fyrir ári, áður en hún kom hingað á Airwaves var hún t.d. búin að koma fram í sjónvarpsþáttum James Corden og hjá Jools Holland hjá BBC.

Hún er ekki enn búin að senda frá sér stóra plötu, en tvær EP og sjö smáskífur.

Sigrid er fædd og alin upp í Álasundi í Noregi. Álasund og Akureyri eru vinabæir og Sigrid kom hingað til Íslands þegar hún var í skóla og hún tróð upp með öðrum krökkunum í skólanum í Hofi á Akureyri.

Þegar Rás 2 tók upp tónleika hljómsveitarinnar Valdimar á Gauki á Stöng á Airwaves 2011 var sveitin bara búin að gefa út eina plötu, en fjórða platan; Sitt sýnist hverjum kom út fyrir skemmstu.

Tengdar fréttir

Tónlist

Iggy á Montreux og Dikta á Airwaves

Tónlist

Magnús og Jóhann og Seasick Steve

Tónlist

Lay Low í Havarí og Stevie Ray Vaughan

Tónlist

Queens of the Stone Age á Montreux 2018