Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, lagði til á þingflokksfundi flokksins í kvöld að Lilja Alfreðsdóttir, efnahagsráðgjafi hans, yrði ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Tillaga Sigmundar Davíðs var samþykkt í ríkisstjórninni. Engar breytingar verða á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins.