Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sigmundur lagði til að Lilja yrði ráðherra

06.04.2016 - 22:04
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, lagði til á þingflokksfundi flokksins í kvöld að Lilja Alfreðsdóttir, efnahagsráðgjafi hans, yrði ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. Tillaga Sigmundar Davíðs var samþykkt í ríkisstjórninni. Engar breytingar verða á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum á morgun. Sá fyrri verður klukkan tólf en þá mun Sigmundur Davíð biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Á eftir honum kemur síðan Sigurður Ingi og ríkisstjórn hans. 

Ekki ligur fyrir hvaða ráðherraembætti Lilju er ætlað gegna. Sigurður Ingi sagði á blaðamannafundinum í kvöld að eitthvað yrði að koma á óvart á morgun. Lilja var um tíma í láni hjá forsætisráðuneytinu frá Seðlabanka Íslands við verkefnastjórnun vegna losunar fjármagnshafta. 

Ákvörðunin kom nokkuð á óvart - fyrirfram hafði verið búist við því að Ásmundur Einar Daðason myndi taka við landbúnaðar-og sjávarútvegsráðuneytinu af Sigurði Inga.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV