Sigmundur Davíð hlaut 97,6%

09.02.2013 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 97,6% atkvæða. Hann hlaut 368 atkvæði af 378 á flokksþingi í dag. Í þakkarræðu sinni sagði hann að framsókn Íslands væri að hefjast á ný.

Nú er hafin kosning til varaformanns flokksins en Birkir Jón Jónsson hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Sigurður Ingi Jóhannsson er einn í framboði til þess embættis.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi