Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sigketillinn líklega 21-25 metra djúpur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðvísindamenn fljúga nú yfir Öræfajökli með vél Isavia til að mæla sigketillinn sem myndast hefur í jöklinum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðvísindamaður er um borð. Rétt fyrir fréttir bárust fyrstu upplýsingar frá honum þar sem kemur fram að sigketillinn sé kringum 21 - 25 metra djúpur.

Magnús segir að það sé ekki sérlega djúpur ketill en mikil dýpkun á stuttum tíma. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á svæðinu. Með í för eru vísindamenn frá Veðurstofu Íslands.  

Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að ekki sé til mikið af gögnum um Öræfajökul. Sérfræðingar frá Veðurstofunni ætli líka að taka sýni úr ám og gassýni ef hægt er.  
 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV