Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Sígarettubann staðfest

30.05.2012 - 14:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Innanríkisráðuneytið hefur staðfest fyrirmæli Neytendastofu um að ÁTVR beri að taka af markaði sígarettur sem ekki eru sjálfslökkvandi. Slíkar sígarettur eru bannaðar á evrópska efnahagssvæðinu.

Neytendastofa synjaði ósk ÁTVR í nóvember um að fá að klára að selja birgðir af bönnuðum sígarettum. ÁTVR kærði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála en nefndin vísaði málinu frá. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins segir að farsælast sé að ÁTVR hætti dreifingu og sölu á sígarettum sem ekki eru sjálfslökkvandi.