Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Síðari undanúrslit í Popppunkti

20.07.2015 - 12:46
Mynd: Felix / Felix
Í hinum undanúrslitaleiknum í Popppunkti sumarið 2015 á Rás 2 mættust fulltrúar Íslensku tónlistarverðlaunanna, ÍSTÓN og eigendur listarýmisins Mengis.

Fyrir hönd Mengis mættu hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir en fulltrúar Ístón voru Eiður Arnarsson og María Rut Reynisdóttir.

Doktorinn stríddi keppendum með skemmtilegri vísbendingaspurningu í byrjun þar sem spurt var um hinn ótrúlega fjöllistahóp Oxzmá og þar fannst meðal annars upptaka með Bubba Morthens þar sem hann syngur með þeim félögum.

Gaukur og Elísabet þekktu Holland.

Liðin skiptust á að svara bjölluspurningum og Mengi tókst t.d. að svara spurningum um Sævar Cieselski og Holland en Ístón hafði þó alltaf frumkvæðið. Það var á brattann að sækja fyrir Mengi en þau gáfust þó aldrei upp og stóðu sig með mikilli prýði.

Umsjónarmenn Popppunkts eru þeir Dr. Gunni og Felix Bergsson. Stjórn upptöku var í höndum Ragnars Gunnarssonar.

felix's picture
Felix Bergsson
dagskrárgerðarmaður