Sheen gifti sig ekki á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd:

Sheen gifti sig ekki á Íslandi

06.01.2014 - 16:16
Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var að grínast þegar hann tilkynnti að hann og kærasta hans hefðu gift sig á Íslandi. Sheen birti í gærkvöldi mynd á Twitter-síðu sinni af sér og kærustu sinni, Brett Rossi, fyrir utan Höfða.

Við myndina skrifaði Sheen að í þessari byggingu hefðu Reagan og Gorbatsjov fundað, og hann og Rossi hefðu látið pússa sig saman. Tilkynningin vakti mikla athygli og veltu aðdáendur leikarans á Twitter því fyrir sér hvort að hann væri að segja satt og hefði raunverulega gift sig á Íslandi.

Nú hefur talsmaður Sheens staðfest í samtali við vefmiðilinn Gossip Cop, að hann og Rossi hafi ekki gift sig. Sheen hafi bara verið að grínast með Twitter-skrifunum.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Charlie Sheen í það heilaga á Íslandi?

Mannlíf

Charlie Sheen með kærustunni á Íslandi