Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Shailene Woodley verður á RIFF í ár

epa05554855 US actress Shailene Woodley arrives for the screening of 'Snowden' at the 12th annual Zurich Film Festival in Zurich, Switzerland, 24 September 2016. The festival runs from 22 September to 02 October.  EPA/WALTER BIERI
 Mynd: EPA - RÚV

Shailene Woodley verður á RIFF í ár

04.09.2018 - 19:16

Höfundar

Hollywood leikkonan Shailene Woodley verður dómari í aðaldómnefnd RIFF kvikmyndahátíðarinnar í ár. Að auki heldur hún svokallaðan Masterclass þar sem hún mun sitja fyrir svörum og fræða fólk um leiklistina og leikferilinn.

Þetta staðfestir Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri RIFF, í samtali við fréttastofu. 

Woodley fór með stórt hlutverk í nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks, Adrift, sem frumsýnd var fyrr á þessu ári. Hún er einnig þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Big little lies og kvikmyndunum The fault in our stars og The Descendants. Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 27. september til 7. október.