Sextíu og tvö aðildarsöfn í Rafbókasafninu

Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels

Sextíu og tvö aðildarsöfn í Rafbókasafninu

22.12.2017 - 15:42

Höfundar

Almenningsbókasöfn um allt land bjóða nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu en þar má finna rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, flestar á ensku í formi rafbóka.

Rafbókasafnið opnaði 30. janúar 2017 og stóð þá eingöngu lánþegum Borgarbókasafnsins til boða. Í júní bættust síðan þrettán aðildarsöfn í hópinn, en með nýjustu viðbótinni eru aðildarsöfnin alls orðin 62 talsins.

Hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi hér á landi. Safnkostur Rafbókasafnsins er fjölbreyttur en má þar finna finna skáldverk, fræðirit og rit almenns eðlis, auk nýs efnis í bland við gamalgróna klassík. 

Raf- og hljóðbækurnar má nálgast á vef safnsins eða í snjalltækjum með smáforritunum Overdrive eða Libby. Sem stendur eru engar íslenskar bækur í safninu en það stendur þó til bóta. 

Allar nánari upplýsingar um Rafbókasafnið er að finna á vefnum rafbokasafnid.is og á aðildarsöfnum Rafbókasafnsins um land allt.