Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sextán dæmdir til dauða í Bangladess

24.10.2019 - 08:04
Erlent · Asía · Bangladess
epa07517121 Communist Party of Bangladesh (CPB) activists hold posters demanding justice for Nusrat Jahan Rafi during their track campaign protest in Dhaka, Bangladesh, 20 April 2019. According to reports, student Nusrat died five days after she was set on fire on 06 April by a group of five people The case sparked outrage all over the country.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
Nusrat Jahan Rafi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sextán menn voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir morð á 19 ára stúlku í apríl, Nusrat Jahan Rafi, en hún hafði áður neitað að draga til baka ákæru á hendur skólastjóra um kynferðisbrot.

Mennirnir heltu yfir hana steinolíu og kveiktu í og lést hún fjórum dögum síðar. Í myndbandi sem hún tók áður en hún lést endurtók hún ásakanir á hendur skólastjóranum og nafngreindi suma árásarmanna.

Í þeim hópi var skólastjórinn, tveir kennarar, tveir stjórnmálamenn og nokkrir nemendur. Að sögn saksóknara höfðu tólf þeirra viðurkennt aðild að verknaðinum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV