Andstæðingar Íslands
Þrír þættir
Frumsýnt á RÚV 11. maí
Þrír þættir
Frumsýnt á RÚV 11. maí
Landsliðskempan Eiður Smári Guðjohnsen kynnir sér andstæðinga Íslands á HM í Rússlandi í fróðlegum og skemmilegum þáttum. Hann sækir löndin heim, kynnist fótboltamenningunni, hörðustu stuðningsmönnunum, gömlum hetjum, krökkunum sem eiga eftir að skipa landslið framtíðarinnar og síðast en ekki síst fólkinu í landinu. Þá mun hann kanna sérstaklega hvað þessar þjóðir vita í raun og veru um þennan nýja andstæðing á HM sem kemur svona langt að úr norðrinu.
Átta þættir
Frumsýnt á Netflix 10. maí
Franski sjónvarpsrisinn Canal+ og Netflix leiða hesta sína saman í dramatískum glæpaþáttum. Michael C. Hall fer með hlutverk læknisins Tom, en Hall er þekktastur fyrir hlutverk í Dexter þáttunum og Six feet under. Tom er ekkill og býr ásamt unglingsdætrum sínum tveimur í afgirtu yfirstéttarhverfi í Bandaríkjunum. Þegar eldri dóttir hans hverfur fer hann smám saman að komast á snoðir um leyndarmál allra þeirra sem standa honum næst.
Fimm þættir
Frumsýnt á Showtime 12. maí
Stórleikarinn Benedict Cumberbatch fer á kostum sem Patrick Melrose, en þessir kolsvörtu gaman-dramaþættir eru byggðir á fimm bóka seríu eftir rithöfundinn Edward St Aubyn. Sagan er að miklu leyti sannsöguleg og byggð á lífi St Aubyns sjálfs, en hann ólst upp í brotinni yfirstéttarfjölskyldu og leið hrottalegt ofbeldi af hálfu föður síns i æsku. Hann ánetjaðist áfengi og fíkniefnum og reifar sagan baráttu hans við fíknina og glímuna við fortíðina auk þess sem hann reynir að standa við skuldbindingar sínar sem fjölskyldufaðir. Þættirnir eru prýddir stórstjörnum á borð við Jennifer Jason Leigh, Allison Williams og Hugo Weaving.
Átta þættir
Frumsýnt á Netflix 4. maí
Netflix heldur áfram að færa sig út fyrir bandarískar framleiðslur og eftir gríðarlega velgengni þýsku vísindaskáldsöguþáttanna Dark eru það dönsku spennuþættirnir The Rain sem ríða á vaðið. Stikla þáttanna gefur til kynna mjög drungalegt heimsendadrama en í upphafi sögu hefur banvænn vírus þurrkað út mestan part lífs á jörðinni. Við fyrstu sýn virðist hér vera á ferð einskonar skandinavísk, drungalegri og raunsæislegri útgáfa af hinum geysivinsælu The Walking Dead þar sem ættbálkapólitík og persónulegar litlar sögur eru í fókus í dystópískum heimi sem er algjörlega hruninn.
Tíu þættir
Sýningar hefjast á RÚV 14. maí
Spennuþáttaröð um CIA-starfsmanninn Daniel Miller sem er sendur í útibú leyniþjónustunnar í Berlín sem njósnari. Hann fær það hlutverk að komast að því hver hefur lekið upplýsingum um störf leyniþjónustunnar til þekkts uppljóstrara. Með aðalhlutverk fara Richard Armitage, Michelle Forbes, Rhys Ifans og Richard Jenkins.
Tíu þættir
Sýningar hófust 24. apríl á Facebook Watch
Það er mörgum fagnaðarefni að SKAM heimurinn sé snúinn aftur í bandarískri endurgerð norsku SKAM þáttanna eftir Julie Andem, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda hér á landi og um heim allan.
Þættirnir gerast í Austin, Texas og er formið á þáttunum að flestu leyti eins og á hinum norsku. Stutt klippa er sett inn á samfélagsmiðla daglega auk þess sem hægt er að fylgjast með sögupersónum á samfélagsmiðlum, á Instagram og víðar. Líkt og í upprunalegu útgáfunni eru það ungir ófaglærðir leikarar sem fara með hlutverk aðalpersónanna, en í SKAM Austin eiga allar sögupersónur sér samsvörun úr norsku þáttunum.