Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Sex fá líffæri úr Skarphéðni Andra

29.01.2014 - 14:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Líffæri úr Skarphéðni Andra Kristjánssyni sem lést á sjúkrahúsi í gær af afleiðingum áverka sem hann hlaut í bílslysi verða notuð til að hjálpa sex öðrum einstaklingum. Þeirra á meðal er sextán ára piltur sem fær hjarta hans.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Steinunnar Rósu Einarsdóttur, móður Skarphéðins Andra. Þar segir hún frá því að hann hafi sjálfur óskað eftir því að líffæri úr sér yrðu gefin þeim sem þyrftu á þeim að halda.

„Okkur hlýnaði mjög við að sjá hversu allir viku fyrir þessum bílum sem voru á leið á flugvöllinn með gjafir hans til annarra. Tvær flugvélar biðu eftir bílunum sem fara á þrjá mismunandi staði. Sex manns koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16. ára strákur sem fær hjartað hans," skrifar Steinunn Rósa á Facebook. Hún segir að vilji það minnast Skarphéðins eða styðja fjölskyldu hans þá megi það styrkja Regnbogabörn, Útigangsfólk, Olnbogabörn og stuðningsfélagið VON. „Það hefði hann viljað."