Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sex dóu í olíueldi í Egyptalandi

14.11.2019 - 04:52
epa07298871 A general view of a wall of fire after an explosion of an illegal tap on Mexican oil company Pemex's pipeline in Tlahuilipan, state of Hidalgo, Mexico, late night 18 January 2019. At least 21 people died and 71 other people were wounded in the blast, according to official sources.  EPA-EFE/OASA
 Mynd: epa
Sex dóu og fimmtán slösuðust þegar eldur kviknaði í olíu sem lak úr laskaðri olíuleiðslu í Bahira-héraði í norðanverðu Egyptalandi í gær. Yfirmaður olíumála í landinu, Abdelmoneim Hafez, segir olíuþjófa bera ábyrgð á lekanum; þeir hafi gatað leiðsluna til að stela olíu og þannig skapað mikla hættu fyrir sjálfa sig og aðra.

Eldurinn kviknaði nærri þorpinu Itay al-Baroud, miðja vegu milli höfuðborgarinnar Kaíró og hafnarborgarinnar Alexandríu. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins og lekinn hefur verið stöðvaður. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV