Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sex bítast um sveitarstjórastöðuna á Blönduósi

Mynd með færslu
 Mynd: Mynd af facebooksíðu Blönduó
Átta sóttu um starf sveitarstjóra hjá Blönduósbæ sem auglýst var í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samkvæmt upplýsingum frá bænum barst ein umsóknin of seint og var hafnað af þeim sökum og einn dró umsókn sína til baka. Eftir standa sex sem bítast um starfið:

Auðunn Steinn Sigurðsson
Gunnar Rúnar Kristjánsson
Gunnólfur Lárusson
Hjörleifur Hallgrímur Herbertsson
Linda Björk Hávarðardóttir
Valdimar O. Hermannsson

Arnar Þór Sævarsson gegndi sveitarstjórastarfinu frá í október 2007 og þar til í apríl síðastliðnum þegar hann hóf störf sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Valgarður Hilmarsson, sem var forseti sveitarstjórnar fram að kosningum, hefur gegnt starfinu síðan.

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV