Setja upp álfaskilti við Reykjanesbraut

Mynd með færslu
 Mynd:

Setja upp álfaskilti við Reykjanesbraut

08.11.2013 - 17:20
Hafnarfjarðarbær ætlar að verja um þremur milljónum á næstu tveimur árum í vinna að gerð merkinga og uppsetningu þeirra. Bæjaryfirvöld ætla meðal annars að koma fyrir þremur skiltum við Reykjanesbrautina til að lokka ferðamenn til sín.

Á þeim verður bærinn kynntur sem álfa-og víkingabær. Það fyrsta sem erlendir ferðamenn fá að vita um Hafnarfjörð þegar þeir þeysast eftir Reykjanesbrautinni er að bærinn sé álfa-og víkingabær. „Look out for the elves“ á að standa  á einu skiltanna og „The Viking Town“ á öðru. Á því þriðja „Town in the lava“ eða bærinn í hrauninu.